Terre Verdiane 1813 Lambrusco Rosato

Terre Verdiane 1813 Lambrusco Rosato

Skemmtilega létt og freyðandi meðalsætt rósavín, sem unnið er úr hinni ævafornu Lambrusco-þrúgu.

Þetta vín er á meðal þeirra allra nýjustu frá ítölsku fjölskylduvíngerðinni Ceci og hefur þegar slegið í gegn í heimalandinu.

8,5%
4-8°C

Panta í Vínbúð

Kirsuber Terre Verdiane 1813 Lambrusco Rosato

Yfirbragð

  • Púðurbleikt í glasinu og kröftug freyðing sem kemur á óvart.

Ilmur

  • Rauðir ávextir og mikil kirsuber ásamt jarðarberjum og hindberjum, í bland við örlítinn sítrusávöxt.

  • Sömuleiðis má finna fyrir fjólum og þeim steinefnum sem eru einkennandi fyrir vínekrurnar þar sem vínið er ræktað.

Bragð

  • Ferskleiki og bragð ná góðu jafnvægi í þessu víni, ásamt ánægjulegri freyðingu og fínu tanníni.

  • Vínið er meðalsætt og sætleikinn spilar vel við aðra bragðeiginleika þess.

Pörun

  • Fjölhæft og áhugavert vín sem parast virkilega vel með grillmat.

  • Frábært með pítsu og pasta, sem og fiskiréttum og öðrum bragðmiklum mat.

  • Skarar fram úr í hlutverki eftirréttavíns.