Terre Verdiane 1813 malvasia secco
Malvasia á sér langa sögu. Árið 1813, þegar Carlo Verdi eignaðist soninn Giuseppe, sem síðar meir varð hið heimsfræga tónskáld, mun hann hafa skálað af því tilefni með glasi af þessu freyðandi hvítvíni.
Mikil freyðing einkennir þetta vín, sem er það þurrara af tveimur hvítvínum í Terre Verdiane-línunni.
11%
4-8°C
Yfirbragð
Ljósgulgræni liturinn minnir á vorið og ljúfa tíma.
Freyðir kröftuglega í glasinu og sker sig þannig úr flestu öðru hvítvíni.
Ilmur
Suðræn angan af ávöxtum; grænum eplum, ferskjum og sítrusávöxtum.
Einnig má finna fyrir villiblómum, salvíu og rósmarín.
Bragð
Kraftmikill keimur af eplum og perum. Ferskleikinn skilur sömuleiðis eftir sig gott eftirbragð.
Eiginleikar vínsins bera vínekrunum einnig sterklega vitni, þar sem hvort tveggja mýktin og bragðið nýtur þeirra steinefna sem einkenna jarðveginn í ítalska héraðinu Emilia-Romagna.
Pörun
Nýtur sín sérstaklega vel með sjávarréttum og alls kyns forréttum.
Einnig fullkomið með hráskinku, ostum og hvers kyns hvítu kjöti.